Unaðsleg sveppa- & timíansúpa
Mynd/ Gaby
700 gr sveppir
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 selerístilkar
1 msk þurrkað timían
3 msk ólífuolía
2 dósir kókosmjólk
600 ml grænmetiskraftur (vatn og grænmetisteningar)
Skerið sveppina, afhýðið laukinn og hvítlaukinn.
Saxið laukinn og selerí smátt.
Steikið sveppi, lauk, hvítlauk, sellerí og timían í nokkrar mínútur í stórum potti í ólífuolíunni. Bætið kókosmjólk og grænmetissoði í pottinn og látið sjóða við vægan hita í ca 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá salti út í eða smá meira af grænmetiskrafti. Setjið í lokin töfrasprota í pottinn og maukið súpuna vel svo hún verði flauelsmjúk.
Dásamleg súpa sem er frábær borin fram með hvítlauksbrauði.