Karrýlöguð fiskisúpa
600 gr langa, skorin i litla bita (eða annar hvítur góður fiskur)
3 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, skorinn smátt
4 hvítlauksrif
1/2 grasker, skorið í litla bita
2 gulrætur, skornar í bita
6 tómatar, skornir i 4 bita
Engiferbútur 2-3 cm
1/4 tsk chiliflögur
Salt og pipar
2 msk tælenskt karrý frá Kryddhúsinu
1 msk Tandoori Masala
-
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós kókosmjólk
1 -2 msk mango chutney
500 ml grænmetissoð
Hitið ofninn á 180 gráður, skerið grænmetið og setjið á ofnskúffu með bökunarpappír, með ólífuolíu og kryddum, bakið í 25-30 mínútur.
Eftir að grænmetið er bakað, hellið því í pott ásamt niðursoðnum tómötum, kókosmjólk, mangó chutney og grænmetissoði.
Maukið súpuna með töfrasprota og hitið hana vel upp. Setjið fiskinn út í og eldið í 5 mínútur, saltið og piprið eftir smekk.