Dásamleg graskerssúpa
1 grasker (Butternut squash) skorið í tvennt og kjarnhreinsað
1 laukur
4 gulrætur, flysjaðar og skornar í bita
2 nípur, flysjaðar og skornar í bita
1 hvítlaukshaus skorinn í tvennt
2- 3 msk ólífuolía
Salt & pipar
1 tsk rósmarín
1 tsk chiliflögur
1-2 msk grænmetiskraftur
150 ml kókosmjólk
600-750 vatn, (fer eftir hversu þykka súpu þið viljið)
Hitið ofninn í 180 gráður.
Setjið graskerið og allt grænmetið í eldfast mót, hellið ólifuolíu yfir grænmetið og kryddið.
Bakið í ofni í um 35 min eða þar til allt er orðið vel bakað.
Setjið bakaða grænmetið ásamt grænmetiskrafti, kókosmjólk og vatni í góðan blandara og blandið vel saman.
Má einnig setja allt í pott og mauka með töfrasprota.
Hitið súpuna upp og kryddið og smakkið hana til.
Fallegt að toppa súpuna með ferskum kryddjurtum eða spirum. Einnig fallegt að setja nokkur ristuð graskersfræ ofaná .