Gulrótar- og engifersúpa

  • 1 msk ólífuolía

  • 2 skallotlaukar, saxaðir

  • 1 sellerístöngull saxaður

  • 1 msk collagenduft @feeliceland (má sleppa)

  • 1/2 tsk sjávarsalt

  • 3 hvítlauksrif

  • 500 gr gulrætur, gróft saxaðar

  • Góður bútur engifer, saxað gróft (fer eftir hversu “spicy” þú vilt hafa súpuna)

  • 1 msk sítrónusafi eða eplaedik

  • 750 ml grænmetissoð

  • 1 tsk Gullkryddblanda frá Kryddhúsinu

  • Nýmalaður svartur pipar

  • 1 tsk akasíuhunang, valfrjálst

  • Skreytið með til dæmis kóríander/ kryddjurtum, goiji berjum og nýmöluðum pipar

    Setjið olíu í meðalstóran pott og hitið. Bætið svo öllu í pottinn og fáið suðuna upp. Lækkið svo aðeins hitann og leyfið að malla í um 25-30 mínútur, hrærið í af og til.
    Slökkvið undir súpunni og lofið að kólna áður en þið færið hana yfir í góðan blandara. Blandið súpuna vel, það má líka nota töfrasprota við að mauka súpuna.

    Ef súpan er of þykk skaltu bæta við hana smá meira vatni.
    Hitið súpuna og hellið á diska - skemmtilegt að toppa hana svo með: ferskum kryddjurtum, goiji berjum og svörtum pipar

Previous
Previous

Krydduð og ljúffeng karrý & mangó grænmetissúpa

Next
Next

Dásamleg graskerssúpa