Létt og hreinsandi púrrulaukssúpa

  • 2 msk ólífuolía

  • 2 stórir blaðlaukar (um 700 gr), grófsaxaður og þveginn

  • 2 tsk timjan

  • 1/2 tsk engiferduft

  • Salt og pipar

  • 700 ml grænmetiskraftur

Sneiðið blaðlaukinn og setjið í skál fulla af vatni og þrífið hann vel.

Setjið hreinan blaðlaukinn í pott, með ólífuolíu og kryddi, hrærið og látið sjóða með lokinu á í um 5 mínútur. Hrærðu af og til í svo að hann brenni ekki. Hellið grænmetiskraftinum í pottinn. Látið allt malla vel saman í um 15 mínútur eða þangað til blaðlaukurinn er orðinn mjúkur og blandið þá súpuna með töfrasprota.

Þessi dásamlega létta og hreinsandi súpa inniheldur gott magn af vítamínum og trefjum.  Púrrulaukurinn er náttúrulegt þvagræsilyf sem hjálpar líkamanum að fjarlægja umfram vatn.

Previous
Previous

Dásamleg graskerssúpa

Next
Next

Karrýlöguð fiskisúpa