Krydduð og ljúffeng karrý & mangó grænmetissúpa
2 msk kókosolía eða olífuolía
1 blaðlaukur skorin í þunna hringi
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk rautt karrýmauk (curry paste)
2 msk mangó chutney (sykurlítið)
Smá biti ferskt engifer
1 tsk Gullkryddblanda @kryddhusid
2/3 ferskur rauður chili (fer eftir hveru sterka þið viljið súpuna)
5 bollar blandað grænmeti (upplagt að nota það sem er til í ísskápnum) (Ég notaði gulrætur, sætar kartöflur, grasker, papriku og tómat)
2 dósir/fernur kókosmjólk (um 4 bollar)
4 bollar grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur)
Salt og pipar
Smá skvetta af límónu- eða sítrónusafa
Setjið olíu, blaðlauk, hvítlauk og karrýmauk í meðalstóran pott og eldið í nokkrar mínútur á meðalhita. Hrærið í á meðan og passið að brenna ekki.
Setjið restina sem á að fara í súpuna ofan í pottinn og sjóðið vel saman á meðalhita í um 30 mínútur. Hrærið reglulega í súpunni.Þegar allt grænmetið er orðið eldað og mjúkt, færið þá súpuna í góðan blandara og blandið saman eða notið töfrasprota til að mauka súpuna saman. Saltið og piprið að vild.
Toppið með fallegum litum eins og til dæmis fersku kóríander sem passar einstaklega vel með þessarri súpu, ristuðum kókosflögum og skvettu af góðri olíu.Frábært að bera þessa dásemdarsúpu fram með góðu brauði og smjöri